GOATNESS

Úrvalsþjónusta okkar hefur allt sem þú þarft til að hefja ferð þína í átt að því að verða þín besta útgáfa. GOATNESS appið verður stafrænn vettvangur fyrir þitt persónulega ferðalag og þroska, þar sem þú getur kannað og eflt ýmsa þætti heilsu þinnar og lífsstíls. Byrjaðu ferð þína núna!

Daily workout, Workout

Virkari lífsstíll á hverjum degi

Við bjóðum þér þrjár æfingar sem þú gerir daglega. Rétt eins og þú sért á uppáhalds veitingastaðnum þínum þá hefur þú nokkra valkosti af matseðlinum. Þú hefur val um æfingu í ræktinni, á heimilinu eða útivist. Hvort sem þú ert á ferðalagi eða hefur aðgang að líkamsþjálfunarbúnað geturðu verið viss um að æfingarnar okkar séu aðlagaðar að þínum þörfum. Byrjaðu líkamsræktarferðina þína með okkur og við skulum búa til heilbrigðari og virkari framtíð!

Skoðaðu þjálfunarsafnið okkar

Í faglega líkamsþjálfunarsafninu okkar geturðu skoðað fjölbreytt úrval af þjálfunalotum og æfingum fyrir daglega þjálfun. Við bjóðum upp á sérhæfðar æfingar fyrir fólk með ólíkar þarfir. Til dæmis æfingar og þjálfun fyrir afreksíþróttafólk, einstaklinga með hjarta- og æðasjúkdóma, hnémeiðsli, almenna líkamsrækt og margt fleira! Allar loturnar okkar eru búnar til af reyndum þjálfurum og taka mið af samþættri þjálfun sem er leið í átt að heilbrigðari lífsstíl. Með þjálfunarsafninu okkar hefurðu einnig tækifæri til að skipuleggja og sérsníða þjálfunina þína á einfaldan hátt til að hún falli vel inn í daglegt líf og skipulag.

Vandlega valið máltíðarsafn

Máltíðasafnið okkar inniheldur fjölbreyttar uppskriftir og hugmyndir að máltíðum sem stuðla að góðu jafnvægi og hollu mataræði. Hér finnur þú allt, morgunverð, hádegis- og kvöldverð og snarl. Ef þú átt í erfiðleikum með að ákveða hvað þú átt að borða þá veitum við þér innblástur og gefum þér hugmyndir. Þú getur skoðað matarsafnið okkar og valið það sem hentar best fyrir daginn. Í máltíðarsafninu okkar eru leiðbeiningar um hráefni og uppskriftir sem veita þér innblástur. Auðvitað hefur þú fulla stjórn á mataræði þínu, en þegar þú hefur ekki hugmynd um hvað þú átt að elda þá getur máltíðarsafnið hjálpað þér. Við uppfærum máltíðarsafnið okkar reglulega með spennandi, skemmtilegum og auðveldum uppskriftum. Notaðu dagatalið okkar til að skipuleggja máltíðirnar þínar fyrirfram og gera matarinnkaupin léttari.

Vertu meðvitaðri um sjálfan þig

Fylgstu með persónulegum framförum þínum með því að skrá niður sjálfsmat í appinu okkar. Þar eru þrír flokka sem eru: persóna, líkamsþjálfun og hugrænni færni. Líðan þín gegnir stóru hlutverki þegar hugað er að daglegu lífi og heilsu. Í appinu er hægt að mæla þessa þætti, skrifa í dagbók texta um upplifanir, bæði skemmtilegar og minna skemmtilegar. Skráðar upplifanir skila meiri árangri og framþróun þar sem líkamlegu ástandi og líðan er lýst hverju sinni. Sjálfsmat hjálpar til við að ná betri árangri. Að vera góð persóna er auðvitað huglægt og einstaklingsbundið mat, en við getum verið sammála um að gera góðverk og hafa sterkt gildismat stuðlar að betri líðan. Þegar talað er um líkamsþjálfun er oft aðeins hugsað um hreyfingu. Heildræn þjálfun er víðtækar og tekur mið af þjálfun, andlegri heilsu og hreyfingu mataræði og mati á árangri. Góð leið til að viðhalda hugrænni hæfni og halda áfram að þróast er að ögra sjálfum sér og auka stöðug færni sína. Við trúum því að allir sem meta persónulegan þroska á hvaða sviði sem er öðlist meiri ró og persónulega yfirsýn. Með því að gera sjálfsmat og skrifa niður hugsanir þínar, tilfinningar og áskoranir færðu betri skilning á sjálfum þér og styrkir sjálfsálitið.

Quiz

Quiz

Bættu hugræna færni og almenna þekkingu með því að taka þátt í Quizi. Að taka þátt í quizinu er ekki bara upp á skemmtun heldur þjónar það einnig sem áhrifaríkt tæki til persónulegs þroska. Þar að auki gefa quizin tækifæri til að stækka þekkingargrunn yfir mismunandi viðfangsefni sem gerir námið að ánægjulegri og gagnvirkri upplifun.

Venjur

Tileinkaðu þér nýjar venjur og settu af stað þær breytingar sem þú vilt í lífinu. Hvort sem það er að hætta að reykja eða auka líkamsþjálfun þína. Appið okkar er verkfæri sem hjálpar þér að setja upp skipulag og fylgjast með venjum þínum. Skoðaðu safnið okkar yfir venjur eða búðu til þína eigin venjur til að innleiða smám saman breytingarnar sem þú stefnir að

Bjóða vinum

Bjóddu vinum þínum og búðu til hópa þar sem þið getið veitt hver öðrum innblástur og fylgst með framförum hvers annars.

Hópspjall

Búðu til hópspjall og styðjið hvort annað þegar þið náið framförum í ykkar vegferð. Notaðu hópspjallið til að deila þinni reynslu á leiðinni.

Dagatal

Geymdu allar æfingar þínar, máltíðir og sjálfspeglunargögn á einum stað með góðri yfirsýn.

TölfræðI

Fylgstu með framförum þínum á sviði persónu, líkamsþjálfunar og hugrænni færni og hvernig það hefur áhrif á líðan.