Við erum hér til að hjálpa
Búðu til miða eða fáðu strax svör við algengum spurningum
Algengar spurningar
Við höfum tekið saman lista yfir svör við algengum spurningum.
Við styðjum bæði Apple og Android farsíma og hægt er að hlaða niður appinu okkar á App Store og Google Play.
Sjálfsmat er aðgengileg undir flipanum „Persóna“. Þú getur fyllt út daglega hugleiðingu þar sem þú velur frá 0-100% á Persónu, Líkamsrækt, Hugræn hæfni og líðan. Þú getur líka skrifað valfrjálsa dagbókarfærslu áður en þú vistar sjálfsmatið. Eftir fyrstu vistun hefurðu möguleika á að breyta dagbókarhlutanum, en hinir valkostirnir eru læstir.
Þú getur uppfært sjálfsmatið þitt í allt að 30 daga aftur í tímann
Í daglegu sjálfsmati geturðu ýtt á „info“ hnappinn við hliðina á fyrirsögn til að fá ítarlegri útskýringu á Persónu, Líkamsþjálfun og hugræn færni.
Þú getur boðið vinum þínum í hópspjall með því að búa til hóp og slá inn netfangið þeirra, eða bjóða þeim í hópa sem eru til nú þegar ef þú ert stjórnandinn. Þið munið geta spjallað hvert við annað og borið saman einstaka tölfræði við meðaltal hópa.
Þú getur haft samband við þjálfarana okkar hér til að ræða um þjálfun.
RR = Reps in Reserve
SR = Seconds in Reserve
Á notendaprófílnum í appinu geturðu smellt á „Breyta reikningi“ hnappinn til að breyta bankakortinu þínu og áskriftarupplýsingum hjá Stripe.
Vinsamlegast búðu til aðstoðarbeiðni til að fá hjálp við að breyta netfanginu þínum.
Eins og er erum við með ensku, íslensku, serbnesku og sænsku en appið er fáanlegt um allan heim.
Já, sjálfsmats dagbókin þín er dulkóðuð í flutningi og í gagnagrunninum.
Þú getur farið aftur í tímann í allt að 30 daga á heim- eða dagatals flipanum og bætt við eða fylgst með æfingu sem þú tókst á þeim degi.
Ef þú tilheyrir hópi geturðu séð meðaltalstölfræði hópsins um sjálfsmat. Því þarf hópur að vera að minnsta kosti 3 manns til að tölfræðin sé tiltæk.
Nei, þjálfarinn þinn getur ekki séð sjálfsmatið þitt.
Markmið & mælingar eru eingöngu fyrir fólk sem er í einkaþjálfun hjá GOAT Sports þjálfara. Þú setur upp markmið þín og fylgist með mælingum þínum ásamt þjálfaranum.
Þú getur uppfært hugleiðingarhlutann í allt að 30 daga aftur í tímann, en tölugildin verða læst eftir fyrstu vistun.
Já, þú getur það, en tilkynningar verða aðeins sendar í forritið sem þú skráðir þig síðast inn á.
Við höfum ekki sett hámarkstakmörkun á fjölda fólks í hópi. Það þurfa að vera að minnsta kosti tveir einstaklingar til að stofna hóp og frá þremur einstaklingum er hægt að sjá meðaltalstölfræði hópsins.
Ef þjálfuninni eða máltíðinni var bætt við af sjáflum þér, þá hefurðu möguleika á að eyða henni svo framarlega sem þú hefur ekki skráð hana sem kláraða.
Ef þessu var bætt við af þjálfaranum þínum þá hefurðu ekki möguleika á að eyða því.
Já, þú getur bætt við og skráð „General Workout“ úr þjálfunarsafninu í staðin og þá er það skráð sem þín eigin þjálfun.