Hands-On Þjálfun

Fagleg leiðsögn á æfingum. Með GOAT Sports-menntuðum þjálfara þér við hlið færðu þann persónulega og faglega stuðning sem þú þarft til að ná markmiðum þínum.

Þjálfarar okkar eru ástríðufullir fagaðilar sem sérhæfa sig í hagnýtri þjálfun, endurhæfingu, frammistöðu og þyngdartapi. Við bjóðum upp á sérsniðin þjálfunarprógrömm sem eru uppfærð reglulega af þjálfara þínum til að tryggja bæði skilvirkni og gildi. Þjálfarinn þinn er alltaf tilbúinn til að styðja þig, leiðbeina og hjálpa þér að ná nýjum hæðum á í þinni þjálfun.

Byrjaðu ferð þína í átt að betri útgáfu af sjálfum þér í dag. Hafðu samband við okkur til að hefja þjálfun og taka fyrsta skrefið í átt að heilbrigðari og sterkari framtíð með GOAT Sports.

Fagleg þjálfun

Hands-on þjálfun þýðir að hafa einkaþjálfara sem vinnur náið með þér við að búa til sérsniðna þjálfunaráætlun þína. Með því að einblína á rétta tækni og aðferð mun þjálfarinn tryggja að þú náir markmiðum þínum á öruggan og áhrifaríkan hátt. Við viljum veita þér þá þekkingu og skilning sem þú þarft til að verða sjálfstæður í þinni þjálfun. Markmið okkar er ekki aðeins að hjálpa þér að ná líkamsræktarmarkmiðum þínum heldur einnig að fræða þig svo þú getir tekið stjórn á eigin þjálfun til lengri tíma litið. Hjá okkur færðu þá sérfræðiþekkingu sem þarf til að ná markmiðum þínum, hvort sem þú ert byrjandi eða reyndur íþróttamaður. Með bækistöðvar í Stokkhólmi, Reykjavík og Malmö erum við til staðar til að bæta þína heilsu og vellíðan.

Sérsniðin þjálfunaráætlun

Eftir viðtalstíma á netinu færðu þjálfunaráætlun sem er sniðin að þínu daglega lífi og markmiðum. Í samvinnu tryggjum við að markmiðin þín séu raunhæf og að þjálfunin sé hönnuð og aðlöguð að þínum lífsstíl.

Sérsniðin mataráætlun

Í samvinnu búum við til mataráætlun sem er sniðin að þínum matarvenjum og markmiðum. Þjálfarinn mun taka tillit til ofnæmis og huga að matarvali og matartímum þegar hann leggur fram einstaklingsmiðaða mataráætlun.

Markmið & Mælingar

Þegar þú hefur sett þér markmið með þjálfaranum getur þú fylgst með framförum í appinu. Með því að fylgjast með mælingum verður þú áhugasamari um að ná líkamsræktarmarkmiðum þínum og árangri.

Spjallaðu við einkaþjálfarann þinn

Notaðu spjallið við þjálfara þinn til að fá leiðsögn um þjálfunarætlunina þína og aðlaga hana að daglega lífi og skipulagi. Í spjallinu geturðu líka rætt um æfingar, óskað eftir videó samtali eða fundi og tímasett í samvinnu við þjálfarann þinn til að fá betri leiðsögn um æfingar sem þú ert óöruggur með.

Finndu þjálfarann þinn

Sendu okkur skilaboð og við finnum þjálfara sem hentar þér best.