Fjarþjálfun

Fjarþjálfun

Við bjóðum upp á einstaklingsþjálfun þar sem við gerum grunnmat og sérsníðum þjálfunaráætlun fyrir þig. Þjálfunaráætlanirnar okkar eru þróaðar af faglegum þjálfurum með áherslu á samþætta þjálfun.

Í samráði við þig, í gegnum netið, metum við vandlega markmið þín og hversdagslegar aðstæður til að búa til sjálfbæra tímaáætlun fyrir þig til að bæta lífsstíl og heilsu. Við bjóðum upp á alhliða ráðgjöf á netinu sem er fylgt eftir með sérsniðnum mælingum eftir þínum þörfum.

Með mælingum er hægt að koma í veg fyrir meiðsli og sérsniða þjálfun til að ná markmiðum. Hvort sem það eru markmið sem snúa að áhugamálinu þínu, um drauminn að hlaupa maraþon eða að aðlaga þjálfunaráætlun að vinnunni þinni eftir langa setu á skrifstofu eða eftir líkamlega krefjandi vinnu, þá erum við hér til staðar til fyrir þig.

Ef þér er alvara með að fjárfesta í sjálfum þér og ná árangri þá skaltu ekki hika við að hafa samband við okkur og bóka viðtalstíma í gegnum netið.

Sérsniðin þjálfunaráætlun

Eftir viðtalstíma á netinu færðu þjálfunaráætlun sem er sniðin að þínu daglega lífi og markmiðum. Í samvinnu tryggjum við að markmiðin þín séu raunhæf og að þjálfunin sé hönnuð og aðlöguð að þínum lífsstíl.

Sérsniðin mataráætlun

Í samvinnu búum við til mataráætlun sem er sniðin að þínum matarvenjum og markmiðum. Þjálfarinn mun taka tillit til ofnæmis og huga að matarvali og matartímum þegar hann leggur fram einstaklingsmiðaða mataráætlun.

Markmið & Mælingar

Þegar þú hefur sett þér markmið með þjálfaranum getur þú fylgst með framförum í appinu. Með því að fylgjast með mælingum verður þú áhugasamari um að ná líkamsræktarmarkmiðum þínum og árangri.

Spjallaðu við einkaþjálfarann þinn

Notaðu spjallið við þjálfara þinn til að fá leiðsögn um þjálfunarætlunina þína og aðlaga hana að daglega lífi og skipulagi. Í spjallinu geturðu líka rætt um æfingar, óskað eftir videó samtali eða fundi og tímasett í samvinnu við þjálfarann þinn til að fá betri leiðsögn um æfingar sem þú ert óöruggur með.

Finndu þjálfarann þinn

Sendu okkur skilaboð og við finnum þjálfara sem hentar þér best.